Stór farþegaþota lenti eftir reyk af kaffihellu flugmanna
Boeing 777 farþegaþota með 270 farþegum frá bandaríska flugfélaginu United lenti á Keflavíkurflugvelli um klukkan þrjú eftir að tilkynnt hafði verið um að reykur væri í flugstjórnarklefa. Var jafnvel talin hætta á að rafmagnsleiðslur hafi brunnið. Í ljós kom að reykur hafði komið út frá bréfi sem hafði sviðnað á kaffihellu flugmannanna.
Þyrlur Landshelgisgæslunnar og fleiri aðilar á Suðurnesjum voru settir í viðbragðsstöðu þegar tilkynningin barst. Vélin lenti svo í Keflavík þegar hún hafði losað um marga tugi tonna af eldsneyti í lofti en hún var á leiðinni frá London til Washington. Svona stór þota tekur um 100 tonn af eldsneyti en fylla þurfti á vélina aftur í Keflavík fyrir áframhaldandi flug en vélar lenda aldrei með mikið af eldsneyti.
Flugvirkjar fóru um borð í vélina og var allt með eðlilegum hætti. Flugmennirnir höfðu fundið út að einungis hafi verið um reyk frá eldhúsbréfi sem hafi sviðnað á kaffihellunni. Óvissuástand sem gefið hafði verið út var afturkallað eftir lendingu vélarinnar í Keflavík.
Flugmenn og flugfreyjur sem og nokkrir farþegar kíktu út í góða veðrið í Keflavík, 9 stiga hiti og heit sunnanátt blasti við þeim. Farþegar tóku myndir og stoppa kannski lengur næst.
Flugfólkið kíkti út í góða veðrið í Keflavík. VF-myndir/pket.
Starfsmenn IGS flugþjónustunnar fengu óvænt verkefni í Keflavík í dag.
Bank, bank...er einhver hér inni?? Boeing 777 er glæleg og risavaxin farþegaþota.
Tugir tonna þurftu af eldsneyti eftir að vélin hafði losað mikið í lofti til að geta lent.
Farþegar kíktu út og þessi mundaði símann og myndaði íslenskt umhverfi.