Stór dagur fyrir Suðurnesjamenn þegar Sturla tilkynnti startið á tvöföldun brautarinnar
Með þessu útboði er hafin fyrsti áfangi að tvöföldun Reykjanesbrautar. Sturla Böðvarsson, samgönguráðherra tók „fyrstu“ skóflustunguna í Reykjanesbrautar-tertu sem bökuð var í tilefni dagsins, á Hótel Keflavík í dag.
Áætlaður kostnaður við þennan áfanga er 900 mkr. og áætluð verklok eru sumarið 2004. Þessi áfangi tvöföldunar Reykjanesbrautar nær frá Hvassahrauni um Kúagerði og upp á Strandarheiði og er um 8 km að lengd. Auk þess verða lagðir um 5 km af hliðarvegum auk tilheyrandi tenginga við Reykjanesbraut. (Hliðarvegirnir eru Vatnsleysustrandarvegur, Höskuldarvallavegur og útivistarstígur í Hvassahrauni).
Tvenn mislæg gatnamót eru á þessum kafla og mun Reykjanesbraut liggja yfir hliðarvegi á brúm. Mislægu gatnamótin eru annars vegar í Hvassahrauni og hins vegar þar sem Vatnsleysustrandarvegur og Höskuldarvallavegur mætast.
Sturla sagði að hönnun hefði lítið tafist og taldi hann að stóri fundurinn um brautina í Stapa í fyrra hefði haft góð áhrif á almenning og upplýst hann og því komið mun færri kærur en ella. Sturla lofaði störf Áhugahóps um Reykjanesbrautina og sagði vinnu hans og þingmanna svæðisins hafa haft góð áhrif á málið.
„Þetta er stór dagur fyrir Suðurnesjamenn og landsmenn alla. Samstarfið við Suðurnesjamenn hefur verið sérlega ánægjulegt í þessu máli og þá sérstaklega við Áhugahópinn sem hefur verið áhugasamur og drífandi í að ýta á eftir málinu“, sagði Sturla.
Áætlaður kostnaður við þennan áfanga er 900 mkr. og áætluð verklok eru sumarið 2004. Þessi áfangi tvöföldunar Reykjanesbrautar nær frá Hvassahrauni um Kúagerði og upp á Strandarheiði og er um 8 km að lengd. Auk þess verða lagðir um 5 km af hliðarvegum auk tilheyrandi tenginga við Reykjanesbraut. (Hliðarvegirnir eru Vatnsleysustrandarvegur, Höskuldarvallavegur og útivistarstígur í Hvassahrauni).
Tvenn mislæg gatnamót eru á þessum kafla og mun Reykjanesbraut liggja yfir hliðarvegi á brúm. Mislægu gatnamótin eru annars vegar í Hvassahrauni og hins vegar þar sem Vatnsleysustrandarvegur og Höskuldarvallavegur mætast.
Sturla sagði að hönnun hefði lítið tafist og taldi hann að stóri fundurinn um brautina í Stapa í fyrra hefði haft góð áhrif á almenning og upplýst hann og því komið mun færri kærur en ella. Sturla lofaði störf Áhugahóps um Reykjanesbrautina og sagði vinnu hans og þingmanna svæðisins hafa haft góð áhrif á málið.
„Þetta er stór dagur fyrir Suðurnesjamenn og landsmenn alla. Samstarfið við Suðurnesjamenn hefur verið sérlega ánægjulegt í þessu máli og þá sérstaklega við Áhugahópinn sem hefur verið áhugasamur og drífandi í að ýta á eftir málinu“, sagði Sturla.