Stór bruggverksmiðja upprætt
Lögreglan á Suðurnesjum gerði upptæka stórtæka bruggverksmiðju í heimahúsi í Reykjanesbæ í gærkvöldi. Fyrr um kvöldið hafði lögregla handtekið einstakling sem vísaði á verksmiðjuna. Þar fundust um 40 lítrar af tilbúnúm landa og 300 lítrar af gambra ásamt áhöldum og tækjum til bruggunar, sem voru haldlögð.