Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stoppistöð strætó við Skógarbraut 932 færist til 1101
Þriðjudagur 12. júní 2018 kl. 00:47

Stoppistöð strætó við Skógarbraut 932 færist til 1101

Vegna framkvæmda við leikskólann Skógarás við Skógarbraut á Ásbrú þarf að færa stoppistöðina við byggingu 932. Ný staðsetning er við endann á byggingu 1101. Leið R3 á Ásbrú mun því ekki lengur snúa við fyrir framan byggingu 932 eins og verið hefur. Vagninn mun aka Skógarbrautina. Við þessa breytingu mun tímaáætlun strætó seinka aðeins.
 
Viðskiptavinir strætó eru beðnir velvirðingar á þessari breytingu og þeim óþægindum sem hún kann að valda.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024