Stolt Sea Farm eykur sölu á flatfiski um 53%
Stolt Sea Farm (SSF), fiskeldisarmur norsku skipa- og iðnaðarsamstæðunnar Stolt-Nielsen, jók sölu sína á flatfiski um 53% á öðrum ársfjórðungi 2015. Aukninguna má rekja til framleiðslu á senegalflúru í eldisstöð fyrirtækisins á Reykjanesi. Fiskifréttir greina frá.
Hagnaður Stolt Sea Farm af eldi senegalflúru, sandhverfu og styrju var 5,2 milljónir dollara, tæpar 700 milljónir ÍSK, í samanburði við 40 milljóna ÍSK tap á fyrsta ársfjórðungi. Helsta ástæðan fyrir hagstæðari útkomu er aukning í sölu á sandhverfu og senegalflúru. Síðarnefnda tegundin er framleidd í eldisstöð Stolt Sea Farm á Reykjanesi.
53,3% aukning varð í sölu á senegalflúru á tímabilinu og veltuaukningin varð 43,1%.
Sala á senegalflúru frá eldisstöðinni á Reykjanesi hófst á fyrsta ársfjórðungi þessa árs.