Stolinn bíll kominn í leitirnar
Bíllinn, sem lögreglan á Suðurnesjum leitaði vegna rannsóknar á umsvifum þjófagengis útlendinga hér á landi, er fundinn, en grunur lék á að flytja ætti bílinn úr landi í gámi ásamt þýfi.
Hann var ekki kominn í gám og ekkert þýfi var í honum. Hins vegar fannst meira þýfi við húsleit í aðsetri mannanna. Einkum voru það dýrar snyrtivörur. Einn mannanna situr í gæsluvarðhaldi en þriggja er leitað.
Visir.is greinir frá: www.visir.is