SSS uppbyggingarsjóður
SSS uppbyggingarsjóður

Fréttir

Stolið úr verslunum
Sunnudagur 3. mars 2013 kl. 12:27

Stolið úr verslunum

Fjórir þjófnaðir úr verslunum hafa verið kærðir til lögreglunnar á Suðurnesjum á undanförnum dögum.  Lögregla hafði hendur í hári karlmanns á fimmtugsaldri, sem játaði að hafa hnuplað sígarettupökkum, gosi og snakki úr einni verslun og einhverju af tóbaki úr annarri.

Í þriðja tilvikinu stal tæplega tvítugur piltur tveimur pökkum af rakvélablöðum og samloku. Fjórði karlmaðurinn var svo kærður fyrir stuld úr vínbúð.

Bílakjarninn frá sept. 25
Bílakjarninn frá sept. 25
Safnahelgi 2025
Safnahelgi 2025