Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stolið úr Byrginu
Miðvikudagur 4. júní 2003 kl. 11:17

Stolið úr Byrginu

„Mig langar til að biðja fólk að taka ekki hluti ófrjálsri hendi úr Rockville, í það minnsta ekki fyrr en starfsemin er endanlega flutt,“ segir Guðmundur Jónsson, forstöðumaður Byrgisins í samtali við Fréttablaðið í morgun. Eins og fram hefur komið átti Byrgið að skila af sér Rockville 1. júní síðastliðinn. Guðmundur segir nokkurra daga töf á því vegna misskilnings hjá fjármálaráðuneytinu um fjölda þeirra sem gista eiga Vífilsstaði. Á meðan þurfi Byrgið að nýta áfram vistarverur Rockville. Byrgið fjárfesti á sínum tíma í öllu nýju í Rockville. Guðmundur segir greinilegt að margir sjái sér hag í því að keyra með kerrur og taka ófrjálsri hendi allt nýtilegt. Ellefu bílar hafi verið á ferð í fyrradag. Þá hafi ýmislegt þegar horfið; rafmagnstöflur, ofnar, ljós, blöndunartæki, klósett, vaskar og margt fleira.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024