Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stolið tvisvar sama sólarhringinn
Sunnudagur 10. nóvember 2013 kl. 08:12

Stolið tvisvar sama sólarhringinn

Bifreið, sem stolið var í vikunni á Suðurnesjum, var stolið aftur daginn eftir og er hún enn ófundin Eigandi bifreiðarinnar tilkynnti lögreglunni á Suðurnesjum um að bifreiðinni hefði verið stolið. Lögreglumenn hófu leit og fundu bílinn skömmu síðar í Njarðvík. Var eigandanum tilkynnt um fundinn en hann hafði þá ekki tök á að sækja bílinn fyrr en daginn eftir. En þegar hann ætlaði að nálgast farartæki sitt var það horfið.

Bifreiðin er af gerðinni Suzuki Baleno, dökkgræn að lit með skráningarnúmerið ON-322.  Lögregla rannsakar málið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024