Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stolið fyrir rúma milljón
Mánudagur 11. febrúar 2013 kl. 09:10

Stolið fyrir rúma milljón

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú innbrot í íbúðarhúsnæði í umdæminu, þar sem stolið var skartgripum og öðrum munum að heildarverðmæti á aðra milljón króna. Sá eða þeir sem þar voru að verki höfðu spennt upp glugga á húsnæðinu sem snéri út að svölum.

Húsráðandi kom að útidyrahurðinni ólæstri og grunaði þá þegar að ekki væri allt með felldu. Það fékk hann staðfest þegar inn var komið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024