Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stolið af Knúti í fjórða sinn - „Ég er búinn að fá nóg“
Hér má sjá Giant reiðhjólið sem var stolið í nótt.
Þriðjudagur 23. október 2012 kl. 15:57

Stolið af Knúti í fjórða sinn - „Ég er búinn að fá nóg“

„Ég hef verið hér í fjögur ár og dvölin hefur snúist upp í helvíti,“ segir Knútur G.H. Knútsson, íbúi á Ásbrú. Hann..

„Ég hef verið hér í fjögur ár og dvölin hefur snúist upp í helvíti,“ segir Knútur G.H. Knútsson, íbúi á Ásbrú. Hann varð fyrir því óláni að reiðhjóli hans var stolið í nótt úr anddyrinu á stigaganginum í fjölbýlishúsi sem hann býr í á Ásbrú. Þetta er í fjórða sinn sem stolið er frá Knúti og fjölskyldu hans á þessum fjórum árum sem þau hafa búið á svæðinu.

„Í janúar var fjórhjólinu hjá konunni stolið hér úr innkeyrslunni. Það virðist sem að þjófarnir hafi einfaldlega lyft fjórhjólinu upp á kerru að næturlagi og keyrt í burtu. Það fannst svo ónýtt í iðnarhverfi í bænum. Þetta er með ólíkindum og það virðist sem að það sé ekkert eftirlit með þessu svæði. Hér ganga menn óáreittir fram og stela öllu steini léttara. Ég gekk á milli um svæðið í morgun að leit að hjólinu og heyrði þá sömu sögu frá nágrönnum. Hér er öllu stolið,“ segir Knútur sem er ómyrkur í máli og ætlar að flytja af svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

„Ég er búinn að fá nóg. Það er ekki búandi í svona umhverfi og ég hef ákveðið að flytja í burtu héðan. Þetta var kornið sem fyllti mælinn. Fyrir skömmu stöðvaði lögreglan kannabisræktun í næstu blokk. Ég hef orðið var við sprautunálar á við og dreif og brotnar glerbjórflöskur út um allt. Það er mikil skömm af þessu. Þetta er virkilega sorglegt því þetta íbúðarhverfi leit mjög vel í upphafi.“

Reiðhjólinu sem stolið var af Knúti í nótt var blátt, af gerðinni Giant. Þeir sem hafa einhverjar vísbendingar um málið eða vita hvar hjólið er niðurkomið eru hvattir til að setja sig í samband við Knút í síma 615-0512.