Stöku skúrir síðdegis í dag
Í morgun var hægviðri, skýjað en þurrt að kalla. Hiti 6 til 11 stig. Á sunnanverðu Grænlandshafi er 1018 mb hæð og önnur álíka hæð er fyrir austan land. Vestur af Írlandi er 1005 mb lægð sem þokast norðaustur.
Veðurhorfur á landinu
Veðurhorfur til kl. 18 á morgun: Hægviðri eða hafgola. Víða bjart veður þegar kemur fram á daginn, en stöku skúrir suðvestanlands og þokubakkar við norðurströndina. Hiti víða á bilinu 12 til 20 stig að deginum, hlýjast inn til landsins.
Mynd: Veðrið kl. 9 í morgun