Stöku skúrir í dag
Klukkan 6 var fremur hæg norðlæg átt á Norður- og Austurlandi og rigning eða súld, suðvestan 3-8 og skúrir vestantil, en sums staðar léttskýjað á Suðausturlandi. Hiti 6 til 12 stig, hlýjast á Eskifirði og Teigarhorni.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn:
Suðvestan 3-8 m/s og stöku skúrir fram eftir degi. Vaxandi suðaustanátt seint í kvöld, 8-15 og rigning seint í nótt. Hiti 10 til 16 stig.
Kortið er tekið af vef Veðurstofunnar