Stöku skúrir í dag
Í morgun kl. 06 var austlæg eða breytileg átt, 3-8 m/s. Skýjað og þurrt norðaustantil, en annars víða rigning eða skúrir. Hiti var 4 til 8 stig. Fremur hæg breytileg átt. Skýjað með köflum og víða skúrir eða lítilsháttar rigning. Hæg suðvestlæg átt á morgun og skúrir, en skýjað með köflum og þurrt að mestu á Austurlandi. Hiti 6 til 13 stig að deginum, hlýjast í innsveitum, en hlýnar heldur á morgun.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Fremur hæg breytileg átt, en suðvestan 3-8 í nótt. Skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 6 til 13 stig.
Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhring: Fremur hæg breytileg átt, en suðvestan 3-8 í nótt. Skýjað með köflum og stöku skúrir. Hiti 6 til 13 stig.