Stöku skúrir eða él
Norðaustan 8-13 m/s fram á hádegi við Faxaflóa, en síðar suðaustan 5-8. Stöku skúrir eða él og hiti 0 til 5 stig.?
Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 8-13 m/s fram eftir morgni, en síðan hægari austlæg átt. Skúrir eða slydduél og hiti 0 til 4 stig.?
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á föstudag, laugardag og sunnudag:?Austlæg átt, 5-13 m/s og rigning eða slydda með köflum S- og A-lands, en annars þurrt að kalla. Hiti 0 til 5 stig, en vægt frost N-til. ??Á mánudag og þriðjudag:?Líklega áfram austlægar áttir og fremur milt veður.