Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stöku él vestast - annars léttskýjað
Sunnudagur 26. október 2008 kl. 12:47

Stöku él vestast - annars léttskýjað

Viðvörun: Búist er við stormi við austurströndina fram eftir degi. Spá: Norðvestanátt, víða 10-18 m/s, en 18-23 við austurströndina. Snjókoma eða él norðaustantil, en annars yfirleitt skýjað með köflum. Dregur smám saman úr vindi og ofankomu í dag. Norðan 8-15 á morgun og smá él norðaustanlands, en annars víða bjart. Hiti um og undir frostmarki, en kólnandi á morgun.


Faxaflói

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Norðlæg átt 5-10 m/s og skýjað með köflum, en stöku él vestast. Léttskýjað á morgun. Hiti 0 til 4 stig, en frost 0 til 5 stig á morgun.


Á þriðjudag:
Vaxandi suðvestanátt með smáéljum vestan- og norðvestanlands, en lægir og léttir til um landið austanvert. Suðvestan 8-13 m/s og víða slydda eða snjókoma vestantil undir kvöld. Hiti kringum frostmark vestanlands, en annars staðar vægt frost.

Á miðvikudag:
Norðlæg eða breytileg átt. Léttir til sunnan- og vestanlands, annars skýjað með köflum. Hiti um frostmark, en lengst af frostlaust sunnan- og vestantil.

Á fimmtudag:
Hægur vindur víða bjart veður. Frostlaust við ströndina, en annars frost.

Á föstudag og laugardag:
Suðvestanátt með slyddu eða rigningu og hlánar.