Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stöku él og hiti við frostmark
Þriðjudagur 11. október 2005 kl. 08:32

Stöku él og hiti við frostmark

Í morgun kl. 6 var norðaustlæg átt, yfirleitt 8-13 m/s og snjókoma eða él um landið norðanvert, en skýjað og úrkomulítið sunnan til. Víða var vægt frost, en frostlaust með suður- og austurströndinni.

Yfirlit: Langt norður í hafi er 977 mb lægð, sem hreyfist norðaustur, en 300 km suður af Hornafirði er 995 mb smálægð, sem þokast vestur. Yfir Grænlandi er 1025 mb hæð.

Veðurhorfur á landinu til kl. 18 á morgun: Norðaustlæg átt, víða 8-15 m/s og él, en lægir heldur á morgun. Hiti kringum frostmark, en 1 til 5 stig við suðurströndina að deginum.

Veðurhorfur við Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðaustan 10-15 m/s og stöku él. Hiti kringum frostmark.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024