Stöku él
Veðurspá fyrir Faxaflóa næsta sólarhringinn: Norðan 3-10 og stöku él en léttskýjað á morgun. Hiti 0 til 3 stig en vægt næturfrost.
Veðurhorfur á landinu næstu daga:
Á föstudag:
Sunnan- og suðvestanátt, 10-18 m/s og rigning, en slydda til fjalla á vestanverðu landinu. Þurrt austanlands. Hlýnar og hiti 3 til 8 stig síðdegis.
Á laugardag:
Vestlæg átt, 8-15 m/s með skúrum eða slydduéljum vestantil, en þurrt og nokkuð bjart austanlands. Kólnar heldur í bili.
Á sunnudag:
Vaxandi suðaustanátt og fer að rigna á vestanverðu landinu. Þykknar upp austanlands. Hlýnandi.
Á mánudag:
Suðvestanátt og rigning sunnan- og vestanlands en úrkomulítið norðaustanlands. Hiti 2 til 6 stig, svalast norðaustanlands.
Á þriðjudag:
Suðlæg átt og vætusamt, en úrkomulitið á N- og A- landi. Hiti breytist lítið.