Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stöku él
Þriðjudagur 26. febrúar 2008 kl. 02:05

Stöku él

Veðurhorfur á landinu næsta sólarhringinn: Norðaustan 10-18 og sums staðar snjókoma úti við norður- og austurströndina, en annars úrkomulítið. Norðaustan 5-13 með morgninum, hvassast norðvestanlands og víða él. Suðaustan og síðan suðvestan 5-10 og éljagangur sunnanlands seinni partinn. Frost 0 til 8, kaldast inn til landsins.

Faxaflói
Norðaustan 8-18, hvassast á sunnanverðu Snæfellsnesi en lægir smám saman í nótt. Austlæg átt, 3-8 um hádegi en vestlæg sunnantil undir kvöld. Stöku él. Frost 2 til 8 stig, kaldast í uppsveitum, en 0 til 5 stig á morgun.

Veðurhorfur á höfuðborgarsvæðinu
Norðaustan 8-13 og skýjað að mestu. Hægviðri með morgninum, en vestan 5-10 og dálítil él síðdegis. Frost 0 til 5 stig.


Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á miðvikudag:
Vestan 8-13 m/s sunnanlands, en norðaustan 5-10 fyrir norðan. Él víða um land. Snýst í suðaustan 10-15 með snjókomu suðvestanlands síðdegis. Frost 0 til 6 stig.

Á fimmtudag:
Vestlæg átt, 8-13 m/s og él, en hægari breytileg átt norðantil á landinu. Frost 2 til 7 stig.

Á föstudag:
Stíf norðaustanátt með éljum norðan- og austanlands, en þurrt og bjart á köflum annars staðar. Hiti breytist lítið.

Á laugardag og sunnudag:
Norðaustan 10-15 m/s og snjókoma úti við norðurströndina, annars mun hægari breytileg átt og bjartviðri að mestu.

Á mánudag:
Norðaustanátt og él, en bjartviðri sunnan- og vestanlands.



Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024