Stokkandarkerlingin aflífuð
Fuglinn sem hrapaði í þak Stóru-Vogaskóla í miðri flugeldasýningu á fjölskyldudeginum í Vogum á laugardagskvöld reyndist vera stokkandarkerling en ekki æðarkolla, eins og greint var frá í fyrstu frétt af atburðinum.
Björgunarsveitarmenn úr Skyggni í Vogum fóru og athuguðu með fuglinn eftir að hafa fengið ábendingu um hann á þaki skólans. Stokkandarkerlingin reyndist með ljótt vængbrot og því þurfti að aflífa fuglinn.
Víkurfréttamynd: Hilmar Bragi