Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stofnun Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja að veruleika
Miðvikudagur 27. apríl 2011 kl. 21:06

Stofnun Atvinnuþróunarfélags Suðurnesja að veruleika

Á lokafundi samráðsvettvangs sveitarfélaga á Suðurnesjum og stjórnvalda í dag skrifaði S.S.S. og Byggðastofnun, f.h. stjórnvalda undir samning um stofnun atvinnuþróunarfélags. Stjórn S.S.S. fagnar þessum samningi og telur að með stofnun atvinnuþróunarfélags sveitarfélaga á Suðurnesjum sé stigið mikið framfaraskref í atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Mikið verkefni bíður félagsins á næstu vikum og mánuðum og vonandi mun atvinnuþróunarfélagið styðja við og flýta fyrir atvinnuuppbyggingu á Suðurnesjum. Atvinnuþróunarfélagið mun vinna áfram í góðu samstarfi við iðnaðarráðuneytið er hvatti til stofnunar félagsins.



Mynd: Ráðherrabílar í Reykjanesbæ á dögunum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024