Stofnuðu styrktarreikning fyrir fjölskyldu Jóhanns Fannars
Stofnaður hefur verið styrktar- og söfnunarreikningur fyrir fjölskyldu Jóhanns Fannars Ingibjörnssonar sem lést af slysförum þann 16. ágúst sl. á Garðskagavegi.
Jóhann lét eftir sig konu og þrjú börn. Styrktar- og söfnunarreikningurinn er í Sparisjóðinum í Keflavík, bankanúmer 1109, höfuðbók 05 og er reikningsnúmerið 411333. Velunnarar fjölskyldunnar stóðu að stofnun reikningsins.
Reikningsupplýsingar
Kennitala: 201079-3149
1109-05-411333
VF-mynd/ frá slysstað á Garðskagavegi