Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stofnfundur Reykjanes Geopark
Fimmtudagur 8. nóvember 2012 kl. 10:21

Stofnfundur Reykjanes Geopark

Þriðjudaginn 13. nóvemer nk. verður formlega stofnuð sjálfseignarstofnun um jarðvang á Reykjanesi í fundarsal Bláa lónsins. Hefst fundurinn klukkan kl. 17:00 og eru allir velkomnir.

Lengi hefur verið unnið að stofnun jarðvangs á Reykjanesi. Á undanförnum mánuðum hefur verið unnið að umsókn um aðild að Samtökum evrópskra jarðvanga (European Geoparks Network) sem er hluti sambærilegs net alþjóðlegra jarðvanga undir verndarvæng UNESCO.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í undirbúningshópi verkefnisins hafa átt sæti fulltrúar sveitarfélaganna á Suðurnesjum, þ.e. Grindavíkurbæjar, Reykjanesbæjar, Sandgerðisbæjar, Sveitarfélagsins Garðs og Sveitarfélagsins Voga. Þá hafa komið að verkefninu fulltrúar fræða- og atvinnulífs á svæðinu, þ.e. Ferðamálasamtaka Suðurnesja, Bláa lónsins, HS Orku, Keilis – miðstöðvar vísinda, fræða og atvinnulífs auk Heklunnar – atvinnuþróunarfélags Suðurnesja.

Áhersla jarðvangsins er á að byggja upp vandaða ferðaþjónustu og fræðslu tengt einkennum svæðisins, einkum jarðfræðinni, í samvinnu við hagsmunaaðila. Þá mun jarðvangurinn verða öflugt tæki í markaðssetningu á svæðinu.