Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stofnfjárútboð Spkef: 93% stofnfjáreigenda skráðu sig fyrir hlutum
Laugardagur 31. mars 2007 kl. 12:02

Stofnfjárútboð Spkef: 93% stofnfjáreigenda skráðu sig fyrir hlutum

Alls skráðu 603 stofnfjáraðilar sig fyrir hlutum í 700 milljón króna forgangsútboði Spkef  sem lauk á miðvikudag. Það eru um 92,9% allra stofnfjáreigenda í SpKef.
Þessir aðilar skráðu sig fyrir kr. 677.559.560 að nafnverði eða um 96,8% af því sem í boði var. Af þeim sem skráðu sig í útboðinu skráðu 81,4% sig fyrir hámarksrétti. Því var tryggt að allt sem í boði var myndi seljast til stofnfjáreigenda, segir í tilkynningu frá Spkef.

Greiðsluseðlar grunnréttar munu berst áskrifendum á næstu dögum og er eindagi greiðslu þann 12. apríl. Greiðsluseðill umframréttar verður sendur út síðar og er eindagi hans 30. apríl.
Sparisjóðurinn í Keflavík þakkar stofnfjáreigendum það traust sem þeir sýna með þessum hætti og mun áfram starfa að því að styrkja innviði Sparisjóðsins þannig að mæta megi auknum kröfum viðskiptavina og samfélagsins alls, segir í tilkynningu.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024