Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stofnfjármarkaður SpKef fór rólega af stað
Mánudagur 15. janúar 2007 kl. 14:03

Stofnfjármarkaður SpKef fór rólega af stað

Stofnfjármarkaður Spkef fór rólega af stað á föstudaginn, sem var fyrsti viðskiptadagurinn.  Engin viðskipti höfðu farið fram við lok dags. Margir höfðu áhuga á að kaupa en fáir sem vildu leggja inn formlegt sölutilboð, segir í frétt á heimasíðu Spkef.
Þar kemur fram að hagstæðasta kauptilboðið hafi hljóðað upp á gengið 5,6 á framreiknað nafnverð en ekkert sölutilboð var á markaði við lok dags. Töluvert var um fyrirspurnir frá væntanlegum seljendum og má því ætla að markaðurinn verði líflegri í næstu viku.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024