Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

  • Stofnfiskur áformar uppbyggingu í Vogum
    Eldisstöð Stofnfisks í Vogavík við Voga. Mynd af vef Stofnfisks.
  • Stofnfiskur áformar uppbyggingu í Vogum
    Uppistaðan í framleiðslu Stofnfisks eru laxahrogn, og fer megnið af framleiðslunni til útflutnings. Mynd af vef Stofnfisks.
Laugardagur 18. október 2014 kl. 08:12

Stofnfiskur áformar uppbyggingu í Vogum

– nokkur störf og heilmiklar framkvæmdir, segir bæjarstjórinn

Í Vogavík, rétt utan við Voga, er fyrirtækið Stofnfiskur hf. með starfsemi sína. Uppistaðan í framleiðslu Stofnfisks eru laxahrogn, og fer megnið af framleiðslunni til útflutnings. Fram til þessa hafa höfuðstöðvar skrifstofunnar verið í Hafnarfirði, en nú hyggst fyrirtækið færa þær í Vogavíkina.

„Það eru sannarlega góðar fréttir fyrir okkur, hingað færast nokkur störf og uppbyggingunni fylgja heilmiklar framkvæmdir, segir Ásgeir Eiríksson, bæjarstjóri í Sveitarfélaginu Vogum.

Sveitarfélagið hefur nú þegar hafið undirbúningsvinnu að þeim þáttum sem að sveitarfélagniu snúa, en framkvæmdin kallar á breytingu á aðalskipulagi. „Nú hefur verið gefin út svokölluð skipulags- og matslýsing, sem auglýst hefur verið og er til umsagnar. Ef allt gengur að óskum mun breytingin verða staðfest og þá getur uppbyggingin hjá Stofnfiski hafist með vorinu,“ segir Ásgeir jafnframt í pistli sem hann skrifar í fréttabréf sveitarfélagsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024