Stofnfiski veitt starfsleyfi að Kalmanstjörn
Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir Stofnfisk hf. til reksturs fiskeldisstöðvar að Kalmanstjörn í Reykjanesbæ. Leyfið heimilar eldi á allt að 200 tonnum af laxi á landi.
Sérstakt samráð var haft við Heilbrigðisnefnd Suðurnesja við gerð tillögunnar og var hún auglýst í átta vikur á tímabilinu 6. febrúar til 3. apríl 2017. Auk umsagnar Heilbrigðisnefndar Suðurnesja bárust athugasemdir frá Óttari Yngvasyni.
Hér má lesa um meðferð athugasemda.