Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stofnfé Spkef: Hefur gert mörgum tilboð undir gangverði
Þriðjudagur 21. nóvember 2006 kl. 22:29

Stofnfé Spkef: Hefur gert mörgum tilboð undir gangverði

Fjölmargir stofnfjáreigendur í Sparisjóðnum í Keflavík hafa upp á síðkastið fengið upphringingu frá aðila sem falast hefur eftir kaupum á stofnfé þeirra í Sparisjónum. Það sem vakið hefur athygli er misjafnt verð sem viðkomandi aðili hefur boðið fólki í sinn hlut, upp í 1950 þús. kr. fyrir eitt bréf sem er á nafnvirði 150 þús. kr.

Karl Njálsson, stjórnarformaður Sparisjóðsins, segist hafa heyrt af málinu, en það hafi ekki komið inn á borð stjórnarinnar. Karl segist lítið vita um málið annað en það sem hann hafi heyrt frá sumum stofnfjáreigendum en svo virðist að þeim sé boðið misjafnt verð fyrir bréfin. Samkvæmt því sem blaðið hefur heyrt hefur umræddur aðili fengið dræmar undirtektir hjá stofnfjáreigendunum.


Í burðarliðinum er útboð á 500 millj. kr. stofnfé i Sparisjóðnum skv. heimild sem var samþykkt árið 2003. Ef af útboði á nýju stofnfé verður hafa núverandi stofnfjáreigendur forkaupsrétt á þeim bréfum á uppfærðu nafnverði sem er rúmlega 300 þúsund krónur á bréf. Auk þess hefur blaðið heimildir fyrir því að tillaga um að greiða út óvenju háan arð af stofnfjárbréfum verði lögð fyrir næsta aðalfund. Því sé ljóst að til mikils sé að vinna fyrir aðila sem kemst yfir stofnfjárbréf áður til útboðs á nýju stofnfé og greiðslu arðs kemur

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024