Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stofna Tækniklasa Suðurnesja
Stofnfundur Tækniklasa Suðurnesja verður haldinn í húsnæði Eldeyjar.
Þriðjudagur 6. október 2015 kl. 09:59

Stofna Tækniklasa Suðurnesja

– Tengja saman þá aðila sem annað hvort starfa við eða hafa áhuga á upplýsingatækni

Stofnfundur Tækniklasa Suðurnesja verður haldinn fimmtudaginn 22. október nk. í húsnæði Eldeyjar að Grænásbraut 506 á Ásbrú og hefst fundurinn kl. 17:00.

Markmiðið með stofnun klasans er að tengja saman þá aðila sem annað hvort starfa við eða hafa áhuga á upplýsingatækni ásamt því að skapa grundvöll fyrir nýsköpun og vexti greinarinnar á svæðinu.

Klasinn er stofnaður í samstarfi við Keili og er öllum opinn. Eru allir sem hafa áhuga hvattir til að mæta á stofnfundinn og kynna sér það starf sem framundan er.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024