Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stofna stuðningsfélag krabbameinssjúkra
Mánudagur 11. apríl 2005 kl. 10:34

Stofna stuðningsfélag krabbameinssjúkra

Mikill áhugi er á stofnun stuðningshóps á Suðurnesjum  fyrir fólk sem greinst hefur með krabbamein. Áhugasamir hafa  rætt um að stuðningshópurinn mundi standa fyrir  fræðslu- og rabbfundum þar sem þeir hittast og fá stuðning og styrk hver frá öðrum.

Ákveðið hefur verið að stofna stuðningshóp undir nafninu „Sunnan 5” (5 stendur fyrir Reykjanesbæ, Garð, Sandgerði, Grindavík og Voga) og verður stofnfundur haldinn  að Smiðjuvöllum 8 (húsi Rauða krossins) í Keflavík miðvikudaginn 13. apríl n.k. klukkan 17.00.   Allir sem málið varðar eru hvattir til að mæta og leggja því lið.
Víða á landinu eru staðbundnir stuðningshópar sem starfa í skjóli krabbameinsfélaga á viðkomandi stöðum og  á vegum Krabbameinsfélags Íslands starfa sjö stuðningsfélög sjúklinga á landsvísu. Vefsíða Krabbameinsfélagsins er: http://krabb.is/

Mynd: Sparisjóðurinn í Keflavík var lýstur bleikum ljóma í nóvember til að minna á baráttuna gegn brjóstakrabbameini.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024