Reykjanesbær 3-6 sept
Reykjanesbær 3-6 sept

Fréttir

Stofna skipulagsnefnd á varnarsvæði
Laugardagur 9. desember 2006 kl. 15:54

Stofna skipulagsnefnd á varnarsvæði

Bæjarstjórar Reykjanesbæjar, Sandgerðis og Garðs stofnuðu í gær sameiginlega skipulagsnefnd á fyrrum varnarsvæðinu á Miðnesheiði.

Í tilkynningu kemur fram að í kjölfar brottfarar varnarliðs Bandaríkjamanna og breyttrar skilgreiningar á varnarsvæðinu sé sjálfgefið að stjórnsýsla svæðisins færist til hlutaðeigandi sveitarfélaga og lúti almennum lögum og reglum við stjórnsýslu sveitarfélaga. Með sameiginlegri nefnd verði hægt að samræma skipulag á umræddu svæði óháð sveitarfélagamörkum.

Markmið þeirra er að efla íbúa- og atvinnuþróun á vestanverðu Reykjanesi og er þessi nefnd mikilvægur þáttur í því.

Nefndina skipa bæjarstjórar sveitarfélaganna, en þeim til ráðuneytis varða starfsmenn og stjórnendur skipulags- og byggingamála hjá sveitarfélaginu.
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept kona
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25