Stofna sjóð til minningar um Hafdísi Guðmundsdóttur
- Björgin hlaut styrk frá Rauða krossinum
Undirritaður var samningur um styrk að upphæð tvær milljónir frá Suðurnesjadeild Rauða krossins til Bjargarinnar á dögunum. Á myndinni má sjá Hannes Friðriksson frá Rauða krossinum og Kjartan Má Kjartansson, bæjarstjóra Reykjanesbæjar, við undirritunina, ásamt fólkinu í Björginni.
Við undirritunina þakkaði Kjartan Hannesi fyrir elju og dugnað sem hann hefur sýnt við baráttu fyrir áframhaldandi starfsemi Bjargarinnar. Styrkurinn frá Rauða krossinum er upp á tvær milljónir og hefur þegar rúmlega einni milljón verið varið til kaupa á ýmsum húsgögnum og búnaði. Það sem eftir er verður nýtt til að stofna sjóð til minningar um Hafdísi Guðmundsdóttir, fyrrum forstöðukonu Bjargarinnar, sem lést á árinu. Úr sjóðnum verða veittir styrkir til menntunar fólks sem sótt hefur Björgina.