Stofna markaðs- og atvinnumálanefnd
Stofnuð verður ný markaðs- og atvinnumálanefnd í Garði sem skipuð verður fimm aðalmönnum. Er henni ætlað að vinna að eflingu atvinnulífs í sveitarfélaginu og vera bæjarstjórn til ráðuneytis í atvinnumálum, sérstaklega er varðar nýjar atvinnugreinar. Nefndin annast umsjón markaðs- og atvinnumála og gerir tillögur til bæjarstjórnar um þau mál svo og varðandi átaksverkefni og önnur mál sem varða atvinnulíf í sveitarfélaginu. Stofnun nefndarinnar var samþykkt á bæjarstjórnarfundi í Garði nú í vikunni.
Ljósmynd/Oddgeir Karlsson - Sveitarfélagið Garður.