Stofna landshlutateymi á Suðurnesjum um málefni fatlaðra barna
Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkir að sveitarfélagið Reykjanesbær gangi til samninga við Greiningar- og ráðgjafastöð ríkisins og Heilbrigðisstofnun Suðurnesja um stofnun landshlutateymis um málefni fatlaðra barna á Suðurnesjum.
Hera Ósk Einarsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs, og Helgi Arnarson, sviðsstjóri fræðslusviðs, mættu á fundinn og lögðu fram minnisblað um málið.