Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stofna fyrsta fisktækniskólann á Íslandi
Þriðjudagur 17. mars 2009 kl. 10:33

Stofna fyrsta fisktækniskólann á Íslandi


Undirbúningsfélag að stofnun Fisktækniskóla Íslands ehf var formlega stofnað í Grindavík í gær. Markmið félagsins er að stofna fisktækniskóla  í Grindavík á grundvelli laga um framhladsskóla og framhaldssfræðslu. Að þessu markmiði hyggst félagið vinna í samstarfi við stjórnvöld, menntastofnanir og hagsmunaaðila í greininni.

Félaginu er ætlað að vera samstarfsvettvangur fyrir aðila sem vilja stuðla að uppbyggingu menntunar á sviði fiskeldis, veiða og vinnslu sjávarafla. Hlutverk þess verður að stuðla að fjölbreyttri fræðslu og þjálfun á sviði fiskeldis, veiða og vinnslu sjávarafla á framhaldsskólastigi auk endurmenntunar. Þá mun félagið hvetja til rannsókna og þróunarstarfs á sviði menntunar í sjávarútvegi og fiskeldi.

Fisktækniskóli Íslands (FTÍ) verður sá fyrsti sinnar tegundar hér á landi en sækir fyrirmynd sína til annarra slíkra skóla erlendis, t.d. á norðurlöndunum.  Hlutverk skólans verður meðal annars að efla fagþekkingu, auka nýliðun í greininni og stuðla að öflugu kynningar og þróunarstarfi. Þá er skólanum ætlað að vera ráðuneytum til aðstoðar við uppbyggingu og skipulag náms og fræðslu, stuðla að samstöðu fagaðila, hvetja fyrirtæki í greininni til að taka nema og styðja fyrirtæki í fiskeldi, veiðum og vinnslu sjávarafla til að taka á móti nemum.

FTÍ er í eigu Sambands sveitarfélaga á Suðurnesjum, Grindavíkurbæjar, mennta- og fræðsluaðila á Suðurnesjum, einstaklinga, fyrirtækja og stéttarfélaga á Suðurnesjum á sviði fiskeldis, veiða og vinnslu sjávarafla.

----

VFmynd/elg – Stofnsamningur að félaginu var undirritaður á bæjarsskrifstofum Grindavíkurbæjar í gær en skólinn verður með aðsetur þar í bæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024