Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stöðvuðu landaframleiðslu í Vogum
Mánudagur 30. ágúst 2010 kl. 11:01

Stöðvuðu landaframleiðslu í Vogum

Lögreglan á Suðurnesjum handtók í gær tvo menn sem grunaðir eru um landa- og kannabisframleiðslu. Við húsleit í iðnaðarhúsnæði í Vogum, fundust um 300 lítrar af gambra og þrjátíu lítrar af fullunnum landa. Þá voru þar eitt þúsund plastflöskur tilbúnar til átöppunar og nóg af töppum. Í lokuðu herbergi hafði verið stunduð kannabisræktun, því þar fannst búnaður til slíks. Þarna fundust líka 15 grömm af kannabis og í húsrannsókn í heimahúsi fundust 30 grömm að auki.

Lögreglan gerði auk framleiðslunnar, upptækan landabúnaðinn, gróðurhúsalampa og fleira. Mönnunum tveimur var sleppt að loknum yfirheyrslum. Sá sem stóð að landaframleiðslunni viðurkenndi að hafa selt talsvert, samkvæmt frétt Ríkisútvarpsins.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mynd: Oddgeir Karlsson