Stöðvuð með illa fengið vegabréf
Kona var stöðvuð á þriðjudag á Keflavíkurflugvelli með franskt vegabréf sem ekki reyndist hennar eigið. Konan er í vörslu lögreglu og verður henni væntanlega birt ákæra í dag en frá þessu var greint á ruv.is í gær.
Konan, sem var á leið vestur um haf, var með franskt vegabréf sem ekki var í hennar eigu. Lögreglan í landamæradeildinni á Keflavíkurflugvelli sá, að myndin í vegabréfi hennar benti sterklega til þess að ekki væri um vegabréf farþegans að ræða. Við nánari skoðun kom í ljós án nokkurs vafa að konan var ekki með eigið vegabréf. Konan, sem er tæplega þrítug, er frá Kamerún og fannst hennar rétta vegabréf í fórum hennar.
Dómar í sambærilegum málum hafa kveðið á um allt að 30 daga fangelsi fyrir svipaðar sakir. Tugir mála, þar sem tilraun er gerð til að falsa vegabréf eða að nota vegabréf annarra í eigin þágu, rata inn á borð landamæradeildar lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli á ári hverju.
www.ruv.is
Konan, sem var á leið vestur um haf, var með franskt vegabréf sem ekki var í hennar eigu. Lögreglan í landamæradeildinni á Keflavíkurflugvelli sá, að myndin í vegabréfi hennar benti sterklega til þess að ekki væri um vegabréf farþegans að ræða. Við nánari skoðun kom í ljós án nokkurs vafa að konan var ekki með eigið vegabréf. Konan, sem er tæplega þrítug, er frá Kamerún og fannst hennar rétta vegabréf í fórum hennar.
Dómar í sambærilegum málum hafa kveðið á um allt að 30 daga fangelsi fyrir svipaðar sakir. Tugir mála, þar sem tilraun er gerð til að falsa vegabréf eða að nota vegabréf annarra í eigin þágu, rata inn á borð landamæradeildar lögreglunnar á Keflavíkurflugvelli á ári hverju.
www.ruv.is