Stöðvar Samfylking lögreglubreytingar?
Fréttastofa útvarps hefur eftir heimildarmönnum sínum að Samfylkingarfólk muni ekki fallast á frumvarpið.
Það er sennilegt miðað við umræðuna undanfarið þar sem málsmetandi Samfylkingarfólk, þar á meðal þingflokksformaðurinn Lúðvík Bergvinsson, hafa lýst sig andsnúna frumvarpinu. Hann sagði til dæmis á þingi að hann gæti ekki samþykkt frumvarpið í núverandi mynd nema til komi betri rök fyrir breytingunum sem þau fela í sér.
Þá samþykkti aðalfundur Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ ályktun þess efnis að ríkisvaldið endurskoði breytingarnar og auki fjármagn til löggæslu á Suðurnesjum.
Heimild: www.ruv.is