Stöðvaður við glæfralegan framúrakstur
Síðdegis í dag stöðvaði lögreglan í Keflavík ökumann fyrir glæfralegan framúrakstur á Reykjanesbraut. Maðurinn hafði tekið framúr annarri bifreið en bíll sem kom úr gagnstæðri átt þurfti að víkja út á vegaröxl til að fá ekki bifreiðina í framúrakstrinum framan á sig.
Síðdegis stöðvaði lögregla ökumann í Keflavík en hann var grunaður um ölvun við akstur. Ökumaður var handtekinn og færður á lögreglustöðina til frekari málsrannsóknar.
Síðdegis stöðvaði lögregla ökumann í Keflavík en hann var grunaður um ölvun við akstur. Ökumaður var handtekinn og færður á lögreglustöðina til frekari málsrannsóknar.