Mánudagur 1. mars 2004 kl. 10:39
Stöðvaður tvisvar fyrir hraðakstur
Aðfararnótt fimmtudagsins var ökumaður bifreiðar stöðvaður fyrir hraðakstur á Reykjanesbraut í tvígang. Í fyrra skiptið var ökumaðurinn stöðvaður á 131 km hraða og 45 mínútum síðar var hann stöðvaður á 115 km. hraða á Reykjanesbraut þar sem hámarkshraðinn er 90 km.