Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stöðvaður með fimm börn í bifreiðinni
Miðvikudagur 8. september 2004 kl. 16:02

Stöðvaður með fimm börn í bifreiðinni

Í gærmorgun kærði lögreglan í Keflavík ökumann bifreiðar fyrir að vera með einu barni of mikið í bifreiðinni eða samtals fimm börn. Var ökumaðurinn á leið með börnin í skóla og var eitt barnanna ekki í bílbelti þar sem ekki var sæti fyrir það í bifreiðinni.

Í nótt voru fimm ökumenn stöðvaðir fyrir of hraðan akstur. Sá sem hraðast ók var á 122 km hraða þar sem hámarkshraði er 90 km á klukkustund.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024