Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stöðvaður á beltagröfu á malbikuðum vegi
Mánudagur 14. maí 2007 kl. 10:57

Stöðvaður á beltagröfu á malbikuðum vegi

Stjórnandi beltagröfu var stöðvaður við akstur á malbikuðum akbrautum í Innri-Njarðvíkurhverfi Reykjanesbæjar í gærdag en nokkur ummerki voru á yfirborði akbrauta eftir belti gröfunnar. Stjórnandinn má búast við kæru vegna ólöglegs aksturs slíkrar vinnuvélar á opinberum vegum og vegna skemmda á yfirborði akbrauta í hverfinu. Hafði hann fengið gröfuna að láni og ætlaði að nota hana til jarðvegsframkvæmda í baklóð heimilis síns.

VF-mynd - beltaför í malbiki í Innri Njarðvík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024