Sunnudagur 22. júlí 2007 kl. 21:17
Stöðvaður á 192 kílómetra hraða
Ökumaður var stöðvaður á 192 kílómetra hraða á klukkustund á Reykjanesbraut við Strandarheiði um tvöleytið í dag. Hámarkshraði þarna er 90 km/klst. Maðurinn var sviptur ökuréttindum á staðnum og má búast við hárri sekt.