Stöðvaður á 149 km hraða
Í gær voru átta ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut. Sá sem hraðast ók var mældur á 149 km. hraða þar sem hámarskhraði er 90 km. Ökumaður á Grindavíkurvegi var stöðvaður á 116 km. hraða og annar á 114 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90 km. Þrír ökumenn voru kærðir fyrir að nota ekki öryggisbelti við aksturinn og einn ökumaður var kærður fyrir að nota farsíma án handfrjáls búnaðar.