Stöðvaðir fyrir hraðakstur
Einn ökumaður var stöðvaður í gær fyrir að aka á 126 km hraða þar sem leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Einn ökumaður var kærður fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut í nótt. Ók hann á 117 km hraða en leyfilegur hámarkshraði er 90 km/klst. Þrír aðrir ökumenn voru kærðir fyrir of hraðan akstur á Reykjanesbraut.