Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Stöðvaði ólöglega framleiðslu á salernispappír
Miðvikudagur 18. mars 2020 kl. 19:09

Stöðvaði ólöglega framleiðslu á salernispappír

Í gærkvöldi stöðvaði lögreglan á Suðurnesjum ólöglega salernispappírsframleiðslu í gömlu iðnaðarhúsnæði í umdæminu. Hald var lagt á 102 salernisrúllur á mismundandi framleiðslustigum. Lauslega áætlað má telja að götuvirði haldlagðra rúlla hlaupi á hundruðum og jafnvel þúsundum króna.

Svona hljóðar færsla á fésbókarsíðu lögreglunnar á Suðurnesjum þar sem slegið er á létta strengi í allri umræðu um hömstrun á salernispappír. Fíkniefnaleitarhundurinn leikur stórt atriði í þessari gamansömu tilkynningu lögreglunnar sem endar á orðunum „Buster kom sterkur inn að venju“ og fylgja myndir af góssinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024