Stöðva strandveiðar á miðvikudaginn
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur sent frá sér auglýsingu um stöðvun strandveiða. Á miðvikudag verða strandveiðar stöðvaðar á svæði D sem nær yfir Suðurland og Suðvesturhornið, frá Hornafirði yfir Faxaflóann til Borgarness.






