Stöðva losun skips í Njarðvíkurhöfn
Þrjátíu menn úr Skipstjóra- og stýrimannafélagi Íslands, Sjómanna-og verkalýðsfélagi Keflavíkur, Vélstjórafélaginu og Sjómannafélagi Reykjavíkur hafa stöðvað losun úr Bremen Uranus, leiguskipi á vegum Atlantsskipa, sem er í Njarðvíkurhöfn.Ástæðan er sögð vera sú að skipverjar séu flestir Rússar og fái greitt langt undir íslenskum töxtum.