Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Stöðva átti starfsemi United Silicon fyrir páska
Miðvikudagur 19. apríl 2017 kl. 11:53

Stöðva átti starfsemi United Silicon fyrir páska

Til stóð að stöðva starfsemi United Silicon fyrir páska því mögulegt er að frá verksmiðjunni streymi fjöldi efna út í andrúmsloftið, þar á meðal ediksýra og maurasýra eru ertandi og hættuleg fólki og geta haft áhrif á heilsu ef um mikla mengun er að ræða. Frá þessu var greint í Fréttablaðinu í morgun.

Umhverfisstofnun tilkynnti fyrirtækinu um lokunina fyrirhuguðu með bréfi 12. apríl. Í Fréttablaðinu segir að hætt hafi verið við lokunina eftir fund með forsvarsmönnum United Silicon þar sem kom fram að stjórn fyrirtækisins hefði ákveðið að ræsa ekki ofn verksmiðjunnar í næsta óvænta ofnstoppi sem myndi vara lengur en í klukkustund. Mengun frá verksmiðjunni hefur verið tengd við atvik þegar slökkva þarf á ofninum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í bréfi Umhverfisstofnunar til United Silicon kom fram að rétt fyrir páska hafi borist rúmlega 80 ábendingar um mengun frá íbúum.

Aðfararnótt þriðjudags kom upp eldur tveimur hæðum í verksmiðjunni. Í kjölfarið lýsti Björt Ólafsdóttir, auðlinda- og umhverfisráðherra, því yfir á Facebook-síðu sinni að stöðva ætti reksturinn þar til hann kæmist í eðlilegt horf. Umhverfisstofnun fer með eftirlit með United Silicon og hefur ákvörðunarvald um það hvort reksturinn verði stöðvaður.