Stöðugir skjálftar - sá stærsti 4,0
Stöðugir skjálftar eru á Krýsuvíkursvæðinu. Á síðustu tveimur sólarhringum hafa orðið 164 skjálftar á landinu, flestir á Reykjanesskaganum. Af þessum fjölda skjálfta eru ellefu á milli 2 til 3 á Richter. Einn stór, 4,0 á Richter varð núna á sjötta tímanum en en flestir eru skjálftarnir á milli 1 til 2 á Richter.
Kort og tafla af vef Veðurstofu Íslands. Eins og sjá má á rauðu punktunum, sem eru nýjustu skjálftarnir, er skjálftavirknin töluverð.